Bókun 35: Arnar Þór Jónsson á Akranesi
Manage episode 381504306 series 3518721
Arnar Þór Jónsson hefur farið víða um land síðustu daga til að ræða við fólk um sjálfstæðisstefnuna og þá sérstaklega þann kjarna sem snýr að sjálfákvörðunarrétti okkar sem einstaklinga og sem þjóðar. Arnar hefur í þessum tilgangi mætt á fundi í Sangerði, á Akranesi, Akureyri og á Eskifirði, ekki aðeins til að tala, heldur líka til að hlusta. Upptakan sem hér er birt er frá fundi sem haldinn var á Akranesi laugardaginn 14. október 2023. Þar fengu fundarmenn tækifæri til að tjá sig – og nýttu það vel.
7 эпизодов