193 - Norðurlöndin, Líbanon og lögregluaðgerð
Manage episode 447020744 series 2881087
Контент предоставлен RÚV. Весь контент подкастов, включая эпизоды, графику и описания подкастов, загружается и предоставляется непосредственно компанией RÚV или ее партнером по платформе подкастов. Если вы считаете, что кто-то использует вашу работу, защищенную авторским правом, без вашего разрешения, вы можете выполнить процедуру, описанную здесь https://ru.player.fm/legal.
Norðurlöndin eru ekki eins náin og þau hafa verið og Grænlendingar og Færeyingar eru fúlir með að vera út undan í norrænu samstarfi. Aukin áhersla hefur verið síðustu ár á Norðurslóðir og málefni Grænlands og því skýtur skökku við að Grænlendingar hafi sagt sig frá norrænu samstarfi. Ekki er víst hvort Múte B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, komi á Norðurlandaráðsþingið sem verður haldið í Reykjavík í lok þessa mánaðar. En þar á að reyna að stilla til friðar í norrænu fjölskyldunni. Við fjöllum líka um Líbanon og afleiðingar allsherjarstríðs Ísraels og Hezbollah. Ef það dregst á langinn gæti það haft djúpstæð áhrif á Líbanon og Seerwan Shawqi, sem hefur unnið að flóttamannamálum í Líbanon, segir að svo geti farið að landið verði ekki til í þeirri mynd sem við þekkjum núna. Að lokum er það svo einn vinsælasti sumarsmellurinn í kvikmyndahúsum hér á landi. Spennumyndin Trap. Þó söguþráðurinn sé í anda annarra spennumynda er það kannski á vitorði færri að innblásturinn var ein umfangsmesta lögregluaðgerð sem skipulögð hefur verið í Washington. Fleiri en 100 voru handteknir á einum degi árið 1985, en þetta er enn þann dag í dag ein fjölmennasta fjöldahandtaka í sögu Bandaríkjanna. Og það sem gerir þetta kannski enn áhugaverðara er að margir af lögreglumönnunum sem tóku þátt í aðgerðinni voru klæddir eins og klappstýrur og lukkudýr.
…
continue reading
107 эпизодов